fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Pressan
Sunnudaginn 30. mars 2025 16:30

Þessi þarf að muna að slökkva ljósin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust upplifað að ganga út úr herbergi og að hafa um leið hugsað hvort þeir eigi að slökkva ljósið eða láta það bara loga, sérstaklega ef þeir ætla að koma aftur í herbergið innan skamms.

Hvað er besta að gera út frá orkusparnaðarsjónarmiði?

Veli-Matti Virtanen, orkuráðgjafi, segir að það sé góð þumalfingurregla að slökkva ljósið ef þú yfirgefur herbergið lengur en í fimm mínútur. Ástæðan er að LED-perur nota svo lítið rafmagn, þegar kveikt er á þeim, að það borgar sig alltaf að slökkva á þeim, meira að segja fyrir mjög stuttan tíma.

Með tilkomu LED-peranna varð enn hagkvæmara að slökkva ljósið þegar ekki er þörf fyrir það. LED-perur nota miklu minna rafmagn en gömlu glóðarperurnar og það hefur næstum engin áhrif á þær þegar slökkt eða kveikt er á þeim.

Það er líka hægt að spara rafmagn á annan hátt en að slökkva ljósið. Það er til dæmis hægt að nota ljósdeyfa, tímastillingar og hreyfiskynjara. Þetta tryggir að ljósið er bara kveikt þegar þörf er á.

Síðan er hægt að skipta gömlum perum út með LED-perum sem nota miklu minna rafmagn og endast lengur.

Það er líka hægt að spara rafmagn með því að slökkva alveg á rafmagnstækjum á borð við tölvur og sjónvörp því þau eyða rafmagni þegar þau eru á „stand by“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Í gær

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar