fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 14:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú farir í vinnuna eins og venjulega en komir ekki heim aftur fyrr en eftir 278 daga af því að fyrirtækisbíllinn, í þessu tilfelli Boeing Starliner geimfar, bilaði.

Þetta er það sem geimfararnir Suni Williams og Butch Wilmore lentu í þegar þau fóru til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í júní á síðasta ári og áttu að dvelja þar í 8 daga. Þessir 8 dagar urðu að 278 dögum.

Maður skyldi ætla að þau hefðu fengið góð laun fyrir að dvelja í geimnum svona lengi og jafnvel aukagreiðslu fyrir óþægindin.

En svo er nú ekki. Í umfjöllun People Magazine um málið er haft eftir talsmanni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA að geimfarar fái greitt fyrir 40 klukkustunda vinnuviku, ekki sé greitt fyrir yfirvinnu eða helgarvinnu.

Williams og Wilmore fengu að vísu smávegis aukagreiðslu eða sem svarar til um 120.000 íslenskum krónum fyrir allan tímann.

Daily Mail segir að laun geimfara séu á bilinu sem svarar til um 17 milljóna íslenskra króna til 22 milljóna á ári.

Eflaust hefur fólk mismunandi skoðun á hvort þetta séu góð og sanngjörn laun og hvað þá í tilfelli Wilmore og Williams sem sátu föst í málmhólkinum, sem geimstöðin nú er, með sama útsýnið á 90 mínútna fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni