fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var 2. janúar árið 2018 sem hjónin Sandra og John Garner, sem bjuggu í Ellis-sýslu í Texas, héldu upp á 18 ára brúðkaupsafmæli sitt. En þessi gleðidagur varð að nótt sorgar og dauða. Sandra hringdi í neyðarlínuna seint um kvöldið og sagði að eiginmaður hennar hefði verið skotinn. Hún grátbað um að sjúkralið kæmi fljótt á vettvang því hann var enn lifandi.

Er viðbragðsaðilar komu á heimili fólksins var John Garner enn með rænu en hann lést skömmu síðar. Hafði hann verið skotinn í hnakkann. Sandra sagði lögreglunni að maður hefði ruðst inn til þeirra, vopnaður skammbyssu, sakað John um að eyðileggja líf sitt og krafið hann um peninga. Sandra sagðist sjálf hafa sótt töluverða fjármuni handa manninum í öryggisskáp hjónanna.

Við rannsókn málsins lagði lögregla áherslu á að afla sér upplýsinga um hjónaband Garner-fólksins, sem og fortíð þeirra. Kom í ljós að John hafði rekið marga starfsmenn sína og þannig skapað sér mikla óvild þeirra. Einnig kom í ljós að hjónin höfðu oft átt í harðvítugum deilum. Samband þeirra var þó líka djúpt og innilegt en Sandra var sjúklingur sem þjáðist af heila- og mænusiggi, og John hjúkraði henni.

Sara átti tvö stormasöm hjónabönd að baki og bæði hjónin voru þekkt fyrir skaphita.

Morðvopnið finnst

Straumhvörf urðu í rannsókn málsins þegar skammbyssa, sömu gerðar og John hafði verið skotinn með, fannst í bíl Söndru. Fram að því hafði hún komið til greina sem mögulegur gerandi en núna varð hún efst á lista grunaðra.

Þó féll einnig grunur á son Söndru, Wes, en hann var síðasta manneskjan, fyrir utan Söndru, sem talaði við John áður en hann dó. Átti samtal þeirra sér stað nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina. Það vakti athygli lögreglumanna að Wes sagði við þá strax í upphafi að hann grunaði að móðir hans ætti hlut að máli. Það vakti þó meiri grunsemdir er frá leið að framburður Wes var reikull.

Netleit vakti grunsemdir

Sandra lá þó undir þyngri grun en sonur hennar og annað sem vakti sterkar grunsemdir lögreglu voru netleitir hennar. Kom í ljós að hún hafði opnað margar vefgreinar þar sem fjallað var um hvernig best væri að fremja morð og komast upp með það.

Sandra Garner var ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum og dregin fyrir dóm árið 2020. Hún var hins vegar sýknuð vegna skorts á sönnunum. Eitt af því sem réði þar miklu var að ekki tókst að finna neina morðástæðu. Ekkert kom fram sem benti til þess að Sandra gæti haft ástæðu til að myrða eiginmann sinn.

Sandra hefur átt erfitt líf eftir sýknunina en hún býr áfram í húsi hjónanna. Íbúar í nágrenninu eru margir fullir tortryggni í garð hennar og hún lifir í skugga þess að margir gruna hana um að vera morðingi.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá ítarlega fréttaskýringu 48 Hours um málið. Mikið af myndefninu er beint úr búkmyndavélum lögreglu og eftirlitsmyndavélum.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni