Í Hohhot verður framvegis boðið upp á ókeypis mjólkurglas á hverjum degi fyrir nýbakaðar mæður. Þess utan munu þær njóta fleiri hlunninda. The Independent skýrir frá þessu og segir að gripið hafi verið til svipaðra aðgerða í fleiri héruðum landsins.
Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það þriðja árið í röð sem sú þróun varð. Þá gengu færri í hjónaband en árið áður og nam fækkunin 20%.
Þessi þróun er að mestu afleiðing af eins-barns-stefnu kínverska kommúnistaflokksins á árunum 1980 til 2015, mikilla flutninga til borga landsins og síhækkandi kostnaðar við að ala upp börn.
Frá 2021 hafa hjón mátt eignast allt að þrjú börn en samt sem áður er fæðingartíðnin mjög lág.
Ríkisstjórnin hefur reynt að bregðast við þessu með því að hækka barnabætur og bjóða upp á ókeypis leikskólavist.