fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 07:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í kínversku borginni Hohhot, sem er höfuðborg Innri Mongólíu, hafa kynnt ýmsar aðgerðir til sögunnar sem er ætlað að auka áhuga kvenna á að eignast börn. Kínverjar glíma nú við fólksfækkun og lítinn áhuga fólks á að ganga í hjónaband.

Í Hohhot verður framvegis boðið upp á ókeypis mjólkurglas á hverjum degi fyrir nýbakaðar mæður. Þess utan munu þær njóta fleiri hlunninda. The Independent skýrir frá þessu og segir að gripið hafi verið til svipaðra aðgerða í fleiri héruðum landsins.

Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það þriðja árið í röð sem sú þróun varð. Þá gengu færri í hjónaband en árið áður og nam fækkunin 20%.

Þessi þróun er að mestu afleiðing af eins-barns-stefnu kínverska kommúnistaflokksins á árunum 1980 til 2015, mikilla flutninga til borga landsins og síhækkandi kostnaðar við að ala upp börn.

Frá 2021 hafa hjón mátt eignast allt að þrjú börn en samt sem áður er fæðingartíðnin mjög lág.

Ríkisstjórnin hefur reynt að bregðast við þessu með því að hækka barnabætur og bjóða upp á ókeypis leikskólavist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni