fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Gera 500 götur í París að göngugötum

Pressan
Laugardaginn 29. mars 2025 16:30

Frá París.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parísarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að gera 500 götur í borginni að göngugötum. Þetta er liður í verkefni borgaryfirvalda um að draga úr notkun bifreiða og bæta loftgæðin í borginni.

The Independent segir að tæplega 66% þeirra sem greiddu atkvæði hafi samþykkt tillögu um að búa til fleiri bílalaus svæði. En kosningaþátttakan var hins vegar afskaplega döpur eða aðeins rétt rúmlega 4% af þeim sem voru á kjörskrá.

Þetta var þriðja atkvæðagreiðslan á síðustu árum varðandi umferðarmál í borginni. 2023 var ákveðið að banna rafskútur og á síðasta ári var samþykkt að hækka stöðugjöld stórra bifreiða mjög mikið.

Út frá nýsamþykktu aðgerðunum verða 10.000 bílastæði fjarlægð en frá 2020 hafa önnur 10.000 bílastæði verið fjarlægð.

Hvað varðar að gera 500 götur að göngugötum, þá munu borgaryfirvöld bera það undir borgarbúa hvaða götur verða teknar undir göngugötur. Þegar búið verður að gera þær að göngugötum, verður búið að stækka net hinna „grænu lungna“ í tæplega 700 göngugötur en það er rúmlega 10% af götum borgarinnar.

Tölur frá borgaryfirvöldum sýna að bílaumferð hefur dregist saman um rúmlega helming síðan í byrjun aldarinnar en þá tóku sósíalistar við stjórntaumunum í borginni. Þeir hafa frá upphafi lagt áherslu á að auðvelda gangandi vegfarendum lífið og bjóða upp á aðrar samgöngumáta en einkabílinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni