fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 18:30

Tönyu Lee Glover. Talið er að hún hafi verið myrt árið 2010. Enginn vissi af örlögum hennar fyrr en mörgum árum síðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

61 árs gömul kona hefur verið handtekin vegna gruns um morð og illa meðferð á líki. Konan er grunuð um að hafa banað Tönyu Lee Glover og komið líki hennar fyrir á bak við steyptan vegg í kjallara fjölbýlishúss í Brisbane í Ástralíu.

Það voru starfsmenn sem unnu við þrif í kjallaranum árið 2022 sem gerðu hina óhugnanlegu uppgötvun. Af verksummerkjum að dæma hafði líkið verið þarna lengi og tók það þó nokkurn tíma að bera kennsl á líkið.

Það kom svo í ljós að líkið var af Tönyu Lee Glover, sem fædd var 1. ágúst 1971, en síðast spurðist til hennar árið 2010. Tanya, sem var bæði sjón- og heyrnarskert, var ekki skráð sem týnd þar sem hún hafði misst allt samband við fjölskyldu sína. Lögregla telur að henni hafi verið ráðinn bani snemma árs 2010.

Lögregla hefur haft málið til rannsóknar undanfarin ár og var 61 árs kona færð í gæsluvarðhald í morgun, grunuð um morðið. Óvíst er hvað kom lögreglu á sporið en Tanya hafði flutt til Queensland, hvar Brisbane er höfuðborgin, árið 2006.

John Mison, fulltrúi lögreglu, vildi litlar upplýsingar veita í samtölum við ástralska fjölmiðla í morgun. Hann sagði þó að lögregla gengi út frá því að Tanya og hin grunaða hafi verið vinir.

Konan hefur einnig verið ákærð fyrir fjársvik en Mison vildi ekki veita frekari upplýsingar um hvers eðlis hin meintu svik voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði