fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meinti raðmorðinginn Rex Heuermann og verðandi fyrrverandi eiginkona hans, Ása Guðbjörg Ellerup, eru búin að ganga frá fjárskiptum í skilnaðarferli sínum. Frá þessu greinir Newsday og vísar í samning sem bæði hafa undirritað og sent dómstólum til samþykktar.

Verði samningurinn samþykktur mun dómari í kjölfarið kvitta upp á lögskilnað. Efni samningsins er trúnaðarmál.

Lögmaður Ásu, Robert Macedonio, staðfestir að fjárskiptum sé lokið en hann vildi ekki greina frá efni samningsins.

„Eftir 29 ára hjónaband hefur Ása áttað sig á því að það er kominn tími til að halda áfram með lífið og einbeita sér að sinni eigin framtíð sem og framtíð barna hennar,“ sagði lögmaðurinn.

Heuermann mótmælti ekki skilnaðinum og óskaði ekki eftir lögfræðilegri aðstoð. Hann á þó í nógu að snúast því hann mætti í dag fyrir dóm þar sem tekin er fyrir krafa verjenda hans um að ákæruvaldinu verði meinað að leggja fram sönnunargögn sem byggja á erfiðafræðilegri greiningu.

Macedonio tekur fram að Ása sé enn ákveðin í því að fella engan dóm yfir Heuermann fyrr en hún hefur séð öll gögn málsins við aðalmeðferð, en Heuermann er ákærður fyrir morð 7 kvenna.

„Hún verður í dómsal á morgun [föstudag] í Riverhead og fellur engan dóm um meinta sekt Rex fyrr en búið er að leggja öll spilin á borðið fyrir dómstólum.“

Ása sótti um skilnað sex dögum eftir að Heuermann var handtekinn, í júlí 2023.

Ása hefur eins flutt út úr húsinu þar sem hún hélt heimili með Heuermann í tæp þrjátíu ár. Macedonio segir að eftir að lögregla gerði umfangsmikla húsleit á heimilinu og skildi þar allt eftir í rúst hafi Ása ekki lengur getað hugsað sér að búa þarna.

Macedonio sagði að það hafi verið Ásu mikilvægt að vera viðstödd þinghaldið í máli ákæruvaldsins gegn Heuermann í dag, enda er þar tekist á um erfðaefni úr meðal annars henni sjálfri og dóttur hennar.

„Hún hefur í gegnum þetta allt átt erfitt með að trúa því að maðurinn sem hún var gift í 29 ár sé fær um að fremja þessi hrottalegu brot. Það veldur henni þó meiri áhyggjum að hár úr henni og dóttur hennar fundust á sumum þessara fórnarlamba svo þetta atriði málsins er mikilvægt svo hún geti fengið lúkningu fyrir sig og fjölskyldu sína.“

New York Post ræddi nýlega við leikstjóra heimildarþáttanna Gone Girls: The Long Island Serial Killer, úr smiðju Netflix, sem fjalla um málið, en þeir verða frumsýndir þann 31. mars.

„Þegar ég frétti af því að hann hefði verið handtekinn fékk ég í raun áfall. Ég varð svo fegin,“ sagði leikstjórinn, Liz Garbus. „Ég hafði samband við fjölskyldur fórnarlambanna sem í fyrsta sinn, í svo langan tíma, gátu nú vonast eftir svörum og réttlæti í málinu.“

Samkvæmt heimildarþáttunum kom það nágrönnum Heuermann ekki á óvart þegar hann var handtekinn.

„Það er sláandi hversu mörgum nágrönnum þetta kom ekkert á óvart. Húsið hans var á svæði þar sem fólk er vanalega stolt af heimilum sínum. Þau segja að krakkar hafi forðast húsið hans þegar þau voru að sníkja nammi á hrekkjavökunni þar sem þeim þótti húsið skuggalegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði