Segja Úkraínumenn að Rússar hafi gert þetta til að varpa sökinni síðan á Úkraínumenn með „tilhæfulausum“ ásökunum um að þeir hafi verið að verki. Allt sé þetta gert til að grafa undan hugsanlegu vopnahléi og friðarsamningi sem er verið að ræða undir forystu Bandaríkjanna.
Gasstöðin var mikilvæg fyrir gasstreymi til Evrópu í gegnum Úkraínu þar til Úkraínumenn neituðu að framlengja samninginn um gasstreymið í janúar síðastliðnum.
Tæplega helmingur af öllum gasútflutningi Rússa til Evrópu 2023 fór í gegnum stöðina. Hún er rússnesk en Úkraínumenn hafa verið með hana á sínu valdi um hríð.