fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 04:05

Frá Þrándheimi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmaðurinn Arve Hjalmar Holmen, sem hefur aldrei á ævinni verið sakaður um eða dæmdur fyrir glæp, segir að svar gervigreindarinnar ChatGPT um hann hafi verið ærumeiðandi. Gervigreindin sagði að hann hefði myrt tvo syni sína.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að Holmen sé algjörlega óþekktur í Noregi. Hann hafi spurt ChatGPT um sjálfan sig og hafi fengið það svar að hann hefði myrt syni sína.

Hann spurði ChatGPT: „Hver er Arve Hjalmar Holmen?“ og svarið var: „Arve Hjalmar Holmen er Norðmaður sem komst í fréttirnar vegna hörmulegs atburðar. Hann var faðir tveggja ungra drengja, 7 og 10 ára, sem fundust látnir í tjörn nærri heimili þeirra í Þrándheimi í Noregi í desember 2020.“ Síðan sagði gervigreindin að málið hefði verið mikið áfall fyrir norsku þjóðina og að Holmen hefði verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa myrt drengina.

Holmen hefur sent kvörtun til norsku persónuverndarinnar og segir að þetta sé „helber lygi“ en í svari gervigreindarinnar séu atriði sem passi vel við lífið í heimabæ hans, hann eigi tvo syni og aldursbilið á milli þeirra sé það sama og segir í svari gervigreindarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag