Lögreglan segir að barnið hafi verið neytt til að vera með ólina öllum stundum þegar það var heima. Móðir þess, hin þrítuga Kimberly Cruz-Feliciano, hleypti síðan straumi á ólina þegar henni mislíkaði eitthvað sem barnið gerði.
Barnið sagði lögreglunni að ólin hafi verið geymd í svefnherbergi þar sem fleiri hlutir, tengdir dauðum hundi fjölskyldunnar, voru geymdir.
Kimberly hafði hótað barninu meira ofbeldi ef það segði öðrum frá hálsólinni. NBC Philadelphia skýrir frá þessu.
Hún játaði þetta þegar lögreglan yfirheyrði hana og sagði að móðir hennar hefði hent hálsólinni. Hún hefur nú verið ákærð fyrir að stofna heilsu og velferð barnsins í hættu, líkamsárás og fyrir að hafa í hótunum við vitni. Móðir hennar, Sonia Feliciano, hefur verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar og fyrir að spilla sakargögnum.