fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Mæðgur ákærðar – Létu barn bera rafmagnsól ætlaða hundum

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 22:30

Kimberly Cruz-Feliciano. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan mánuðinn kom barn í skólann sinn í Cape May í New Jersey og var með áverka á líkamanum. Lögreglunni var tilkynnt um málið og rannsókn leiddi í ljós að áverkarnir voru eftir hálsól, með rafmagni, sem er ætluð fyrir hunda.

Lögreglan segir að barnið hafi verið neytt til að vera með ólina öllum stundum þegar það var heima. Móðir þess, hin þrítuga Kimberly Cruz-Feliciano, hleypti síðan straumi á ólina þegar henni mislíkaði eitthvað sem barnið gerði.

Barnið sagði lögreglunni að ólin hafi verið geymd í svefnherbergi þar sem fleiri hlutir, tengdir dauðum hundi fjölskyldunnar, voru geymdir.

Kimberly hafði hótað barninu meira ofbeldi ef það segði öðrum frá hálsólinni. NBC Philadelphia skýrir frá þessu.

Hún játaði þetta þegar lögreglan yfirheyrði hana og sagði að móðir hennar hefði hent hálsólinni. Hún hefur nú verið ákærð fyrir að stofna heilsu og velferð barnsins í hættu, líkamsárás og fyrir að hafa í hótunum við vitni. Móðir hennar, Sonia Feliciano, hefur verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar og fyrir að spilla sakargögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Í gær

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi

Segja að Rússar hafi varpað sprengjum á eigin gasstöð til að grafa undan vopnahléssamningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði