Hæstiréttur Indlands birti skýrslu um málið á laugardaginn. Í henni eru meðal annars ljósmyndir af peningabúntum sem fundust að sögn á heimili Varma eftir að eldur kom upp þar. Hann er dómari við Delhi High Court áfrýjunardómstólinn.
Devendra Kumar Upadhyaya, forseti Delhi High Court, hefur hvatt dómsmálaráðherrann til að láta gera ítarlega rannsókn á málinu.
Í skýrslu hæstaréttar kemur fram að Varma neiti að hafa gert nokkuð ólöglegt og segi að ásakanir um annað séu hluti af áætlun um að skaða mannorð hans.
The Independent segir að í yfirlýsingu frá honum segi að hvorki hann né nokkur úr fjölskyldu hans hafi geymt mikið reiðufé á heimilinu og að enginn heimilismanna hafi nokkru sinni séð reiðufé í herberginu þar sem það fannst.
Hann benti einnig á að starfsfólk á heimilinu, garðyrkjumenn og ákveðnir opinberir starfsmenn hafi haft aðgang að herberginu þar sem peningarnir fundust.
Upadhyaya tók ekki undir þetta og sagði að fyrstu niðurstöður rannsóknar bendi til að enginn óviðkomandi hafi komist inn í herbergið eða haft aðgang að heimili Varma.