fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 06:30

Frá Mumbai. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil lagaleg óvissa er uppi á Indlandi þessa dagana í kjölfar þess að mikið reiðufé fannst heima hjá Yashwant Varma sem er dómari við áfrýjunardómstól. Hann þvertekur fyrir að eitthvað ólögmætt hafi átt sér stað.

Hæstiréttur Indlands birti skýrslu um málið á laugardaginn. Í henni eru meðal annars ljósmyndir af peningabúntum sem fundust að sögn á heimili Varma eftir að eldur kom upp þar. Hann er dómari við Delhi High Court áfrýjunardómstólinn.

Devendra Kumar Upadhyaya, forseti Delhi High Court, hefur hvatt dómsmálaráðherrann til að láta gera ítarlega rannsókn á málinu.

Í skýrslu hæstaréttar kemur fram að Varma neiti að hafa gert nokkuð ólöglegt og segi að ásakanir um annað séu hluti af áætlun um að skaða mannorð hans.

The Independent segir að í yfirlýsingu frá honum segi að hvorki hann né nokkur úr fjölskyldu hans hafi geymt mikið reiðufé á heimilinu og að enginn heimilismanna hafi nokkru sinni séð reiðufé í herberginu þar sem það fannst.

Hann benti einnig á að starfsfólk á heimilinu, garðyrkjumenn og ákveðnir opinberir starfsmenn hafi haft aðgang að herberginu þar sem peningarnir fundust.

Upadhyaya tók ekki undir þetta og sagði að fyrstu niðurstöður rannsóknar bendi til að enginn óviðkomandi hafi komist inn í herbergið eða haft aðgang að heimili Varma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði

Sýknudómur varðandi kynferðisbrot gegn 11 ára stúlku vekur mikla reiði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag

Mætti ekki í vinnu í sex ár – Það komst upp um hann þegar verðlauna átti hann fyrir vinnuframlag