The Independent segir að Allahabad áfrýjunardómstóllinn hafi kveðið dóminn upp en málið snerist um árás á 11 ára stúlku í Uttar Pradesh 2021. Samkvæmt ákærunni, gripu tveir menn um brjóst hennar, slitu strenginn í náttbuxunum hennar og reyndu að draga hana ofan í ræsi.
Stúlkan var á gangi með móður sinni þegar mennirnir, sem þekktu fjölskylduna, buðu henni far á mótorhjóli.
Síðan réðust þeir á hana. Öskur hennar urðu henni til bjargar því vegfarendur heyrðu þau og komu henni til bjargar og flúðu mennirnir þá af vettvangi.