fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Pressan

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex eru látin og fjögur þungt haldin eftir slys um borð í kafbáti undan ströndum Egyptalands í morgun.

Um borð í kafbátnum voru 44 farþegar, ferðamenn að stærstum hluta.

Kafbáturinn, sem heitir Sindbad og er í eigu samnefnds hótels, er sagður hafa sokkið til botns með fyrrgreindum afleiðingum. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 29 manns að því er segir í frétt Mail Online, sem vitnar í fréttir egypskra fjölmiðla.

Slysið varð um einum kílómetra frá landi og var fólkið um borð í skoðunarferð þar sem kóralrif voru meðal annars skoðuð.

Misvísandi fréttir hafa borist um þjóðerni þeirra sem um borð voru, staðarmiðlar segja að fólkið hafi verið frá nokkrum löndum en rússneska sendiráðið í Egyptalandi segir að allir um borð hafi verið Rússar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótaði að birta kynlífsmyndband ef konan stundaði ekki aftur kynlíf með honum

Hótaði að birta kynlífsmyndband ef konan stundaði ekki aftur kynlíf með honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir

Brúðarkjóll Melania Trump falur fyrir 6 milljónir