Um borð í kafbátnum voru 44 farþegar, ferðamenn að stærstum hluta.
Kafbáturinn, sem heitir Sindbad og er í eigu samnefnds hótels, er sagður hafa sokkið til botns með fyrrgreindum afleiðingum. Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 29 manns að því er segir í frétt Mail Online, sem vitnar í fréttir egypskra fjölmiðla.
Slysið varð um einum kílómetra frá landi og var fólkið um borð í skoðunarferð þar sem kóralrif voru meðal annars skoðuð.
Misvísandi fréttir hafa borist um þjóðerni þeirra sem um borð voru, staðarmiðlar segja að fólkið hafi verið frá nokkrum löndum en rússneska sendiráðið í Egyptalandi segir að allir um borð hafi verið Rússar.