Nýju stjórnsýsluumdæmin eru í Hotan héraði í Xinjiang. Undir þessi umdæmi falla svæði sem tilheyra Ladakh, sem er svæði sem Indverjar telja sitt. The Independent skýrir frá þessu og segir að indversk stjórnvöld hafi komið mótmælum sínum á framfæri í gegnum stjórnarerindreka og standi fast á að þau fallist ekki á yfirráð Kína yfir svæðinu.
Kínverskir fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessum aðgerðum Kínverja seint í desember. Stjórnsýsluumdæmin heita He‘an og Hekang og eru í Hotan. Svæðið gengur undir nafninu Khotan á Indlandi. Hluti þess nær yfir Aksai Chin en það er svæði sem Indverjar telja indverskt en það hefur verið á valdi Kínverja síðan 1962 en þá háðu þjóðirnar stríð.