Eitthvað á þessa leið hljóðuðu skilaboðin í smáskilaboðum sem 57 ára karlmaður sendi konu einni síðasta sumar.
B.T. segir að samkvæmt því sem kemur fram í ákæru á hendur manninum þá hafi hann og konan stundað kynlíf þremur dögum áður en hann sendi skilaboðin. Á meðan þau stunduðu kynlíf, tók maðurinn það upp án vitundar konunnar. Hann er því einnig ákærður fyrir blygðunarsemisbrot auk þess að hafa notað upptökurnar til að reyna að kúga konuna til að stunda kynlíf með honum aftur.
Málið verður tekið fyrir hjá undirrétti í Viborg í Danmörku á næstunni. Saksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til fangelsisvistar og að farsími hans verði gerður upptækur.