Yfirmaður mannúðarmála hjá Evrópusambandinu, Hadja Lahbib, segir að sökum loftlagsbreytinga, netárása og sjúkdóma séu auknar líkur á neyðarástandi fyrir 450 milljón íbúa Evrópusambandsins. Ógnir gegn Evrópu séu meiri en nokkru sinni áður og fólk þurfi að undirbúa sig undir það versta.
Lahbib segir mikilvægt að fólk komi sér upp neyðarbirgðum fyrir minnst 72 klukkustundir ef svörtustu spár skyldu verða að veruleika. Þetta eru birgðir á borð við mat, vatn, eldfæri, skilríki, lyf og stuttbylgjuútvarp.
Ríki Evrópusambandsins ættu líka að koma sér upp varabirgðum á borð við eldvarnaflugvélar, lyf, orku, samgönguleiðir sem og búnað til að takast á við ógnir sem varða kjarnorkuvopn, efna- og lífefnavopn og til að takast á við geislavirkni.
Lahbib hefur birt myndband þar sem hún sýnir hvað hún er með í veskinu. Hún er fyrst og fremst með gleraugun sín, pappírana sína og skilríki í vatnsþéttum umbúðum. Eins er hún með vasaljós, eldspýtur og kveikjara. Hún er svo með vatnsflösku, vasahníf sem er hægt að nota sem alls konar tól, lyfin sín, orkustykki, hleðslutæki, hleðslubanka, dósamat, spilastokk, útvarp og loks seðla.
„Því þú veist aldrei“
Lahbib segir að sá búnaður sem hún sýndi ætti að duga fólki í 72 klukkustundir í neyð. Líklega þarf fólk þó að pakka meiri vökva en einni vatnsflösku.
Today, the EU launches its new #Preparedness Strategy.
“Ready for anything” — this must be our new European way of life. Our motto and #hashtag. pic.twitter.com/fA1z8ZvMDA
— Hadja Lahbib (@hadjalahbib) March 26, 2025