Ástæðan var að hitamyndavél í lögregluþyrlu hafði séð að húsið þeirra var mjög heitt og taldi lögreglan því að þar færi fram ræktun á kannabisi.
En lögreglumennirnir fundu engar kannabisplöntur eða hitalampa, sem eru notaðir við ræktun plantnanna, í húsinu. Þeir neyddust til að játa að ábendingin, sem þeim hafði borist, væri ekki á rökum reist.
Ástæðan fyrir hinu mikla hitaútstreymi frá húsinu var að hjónin höfðu skrúfað vel frá gasofnunum sínum til að halda húsinu heitu.
Mavis,sem hefur búið í húsinu síðan 1978, sagði í samtali við BBC að hún „skylfi enn“ eftir innrás lögreglunnar. „Þeir brutu hurðina niður. Þetta var hræðilegt. Þeir brutu hliðið fyrir aftan og fleira. Þetta var hræðilegt og ég sagði við þá: „Hvað í fjandanum haldið þið að þið séuð að gera?“, það eru tveir ellilífeyrisþegar hér.“