fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Pressan

Ellilífeyrisþegarnir skrúfuðu vel frá ofnunum – Þá mætti löggan

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 04:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ellilífeyrisþegunum Barry, sem er 80 ára, og Mavis, sem er 78 ára, hafi brugðið mjög að morgni 15. mars þegar þau voru að borða morgunmat. Skyndilega ruddist fjöldi lögreglumanna inn á heimili þeirra.

Ástæðan var að hitamyndavél í lögregluþyrlu hafði séð að húsið þeirra var mjög heitt og taldi lögreglan því að þar færi fram ræktun á kannabisi.

En lögreglumennirnir fundu engar kannabisplöntur eða hitalampa, sem eru notaðir við ræktun plantnanna, í húsinu. Þeir neyddust til að játa að ábendingin, sem þeim hafði borist, væri ekki á rökum reist.

Ástæðan fyrir hinu mikla hitaútstreymi frá húsinu var að hjónin höfðu skrúfað vel frá gasofnunum sínum til að halda húsinu heitu.

Mavis,sem hefur búið í húsinu síðan 1978, sagði í samtali við BBC að hún „skylfi enn“ eftir innrás lögreglunnar. „Þeir brutu hurðina niður. Þetta var hræðilegt. Þeir brutu hliðið fyrir aftan og fleira. Þetta var hræðilegt og ég sagði við þá: „Hvað í fjandanum haldið þið að þið séuð að gera?“, það eru tveir ellilífeyrisþegar hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Í gær

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán