„Við höfum fundið dæmi um að börn, yngri en 11 ára, hafa fengið lán fyrir samtals 330 milljónir dollar. Yngsti lánþeginn var aðeins níu mánaða,“ sagði Musk.
Pam Bondi, dómsmálaráðherra, brást skjótt við afhjúpun Musk og þakkaði honum fyrir samvinnuna við að koma upp um margvíslegt svindl með fjármuni ríkisins.
Trump þakkaði honum einnig fyrir og sagði að gríðarlegt svindl hafi verið afhjúpað.
En eins og er svo algengt með það sem við kemur Trump og stjórn hans, þá lagði Musk ekki fram neinar sannanir fyrir þessum meintu svikum. Sumir vilja eflaust skrifa það á kostnað þess að Trump og hans fólk er ekki mikið að láta staðreyndir og sannleika þvælast fyrir sér.