fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Pressan

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Pressan
Miðvikudaginn 26. mars 2025 22:00

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það dylst fáum að Donald Trump hefur snúið baki við Evrópu og það veldur óvissu um hvort Bandaríkin muni áfram tryggja varnir Evrópu með kjarnorkuvopnum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur af þessum sökum gripið til aðgerða með því að dæla peningum í franska herinn og með því að opna flugvöll, þar sem kjarnorkuvopn verða geymd, nærri landamærunum að Þýskalandi.

Á næstu árum á að koma ofurhljóðfráum kjarnorkuflugskeytum fyrir þar og háþróuðum Rafale-orustuþotum. Með þessu ætlar Macron að auka kjarnorkuvopnafælingu Frakka mjög. Hann segir þetta vera hluta af meiri varnarmætti Evrópuríkja.

1,5 milljarði evra, það svarar til um 220 milljarða króna, verður varið í að nútímavæða Luxeuil-Saint-Sauveru flugvöllinn, sem oft er kallaður BA 116, þannig að þar verði hægt að geyma kjarnorkuvopn og um 40 Rafale F5-orustuþotur.  Þær verða vopnaðar ASN4G ofurhljóðfráum kjarnorkuflugskeytum.

Politico segir að í ræðu sem Macron flutti nýlega á flugvellinum hafi hann sagt að heimurinn verði sífellt hættulegri og sífellt meiri óvissa ríki. Því verði Frakkar og Evrópa að halda áfram að byggja upp heri sína og undirbúa sig ef forðast á stríð. Þarna vísaði hann til sívaxandi ógnar sem stafar frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Í gær

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellilífeyrisþegarnir skrúfuðu vel frá ofnunum – Þá mætti löggan

Ellilífeyrisþegarnir skrúfuðu vel frá ofnunum – Þá mætti löggan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán