Bayer, sem er þýskt, framleiðir lyf og ýmis önnur efni, þar á meðal illgresiseyðinn Roundup en það var hann sem maðurinn notaði. Fyrirtækið segist ætla að áfrýja dómnum.
Fyrirtækið hefur fram að þessu greitt um 10 milljarða í málum, þar sem það hefur gert sátt við málshöfðendur, þar sem því hefur verið haldið fram að glýfosfat valdi krabbameini og hafi valdið krabbameini í notendum Roundup. Fyrirtækið stendur fast á að efnið sé öruggt ef það er meðhöndlað á réttan hátt og segir að það valdi ekki krabbameini.
Roundup er mikið notað í Evrópu en sumar útgáfur þess innihalda ekki lengur glýfosfat en aðrar, ætlaðar fagfólki, innihalda margar hverjar efnið.
60.000 aðrar málshöfðanir bíða Bayer sem hefur lagt um 6 milljarða dollara til hliðar til að mæta kostnaðinum við þær. Fyrirtækið eignaðist Roundup þegar það tók bandaríska fyrirtækið Monsanto yfir 2018.
Bayer segir í yfirlýsingu að fyrirtækið sé ósammála niðurstöðu kviðdómsins sem stangist á við flest vísindaleg gögn og heimildir eftirlitsstofnana til að nota efnið.