Sky News skýrir frá þessu og segir að Jones hafi komið tvisvar í húsið dagana fyrir þjófnaðinn en hafi fyrir dómi neitað að þarna hafi verið um „könnunarferðir“ að ræða.
Klósettið var metið á 4,75 milljónir punda en það svarar til um 820 milljóna króna. Klósettið virkaði eins og önnur klósett en ólíkt flestum öðrum klósettum þá var það úr 18 karata gulli og vóg 98 kíló. Þetta var listaverk sem nefndist „America“.
Doe var sakfelldur fyrir samsæri um að hafa hylmt yfir þjófnaðinn og að hafa tekið við þýfi.
Einn maður, Bora Guccuk, var sýknaður í málinu.
Doe hjálpaði James Sheen, sem er sagður vera heilinn á bak við þjófnaðinn, við að selja hluta af gullinu vikurnar eftir þjófnaðinn.
Sheen hefur játað þjófnaðinn sem og að hafa tekið þátt í samsæri um að flytja þýfið á milli staða.
Jones var „hægri hönd“ Sheen þegar kom að þjófnaðinum og sá um að kanna aðstæður í húsinu og taka myndir.
Dómur yfir Jones og Doe verður kveðinn upp um miðjan maí.