BBC skýrir frá þessu og segir að hann hafi látist á heimili sínu í Surrey og að ekki leiki grunur á að eitthvað óeðlilegt hafi valdið dauða hans. Samt sem áður munu réttarmeinafræðingar bresku hryðjuverkalögreglunnar sjá um krufningu á líki hans.
Gordievsky var talinn mikilvægasti njósnari Breta frá upphafi því hann dældi í þá upplýsingum beint frá toppi KGB á tímum kalda stríðsins.
KGB fór að gruna hann um græsku 1985 en hann náði rétt svo að komast úr landi með því að fela sig í farangursrými bifreiðar sem var ekið frá Rússlandi til Finnlands.