fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Pressan

Af hverju er bjór seldur í sixpack?

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 21:30

Bjór er oft seldur í sixpack.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju er bjór oftast seldur í sixpack? Af hverju eru ekki fjórir, átta eða jafnvel tólf bjórar í pakka? Svarið á sér sögulegar skýringar og um leið praktískar og er um leið svolítið kynjatengt.

Á fjórða áratug síðustu aldar var bjór aðallega drukkinn á börum og pöbbum. Nánast engum datt í hug að taka bjór með heim því það var sérstök athöfn að fara út úr húsi og njóta þess að drekka kaldan bjór beint af krana.

En þá átti byltingarkenndur atburður sér stað – Rafmagnsísskápar byrjuðu að verða algengir á heimilum fólks.

Nú gat fólk skyndilega geymt kaldan bjór heima hjá sér og brugghúsin urðu að bregðast við þessu og finna leið til að fá fólk til að kaupa bjór til að taka með heim.

Sagan segir að ákveðið hafi verið að setja bjórinn í sixpack því þá hafi verið auðvelt fyrir heimavinnandi húsmæður að bera hann heim. Já, þú last rétt – heimavinnandi húsmæður.

Á þessum tíma sáu konurnar yfirleitt um innkaupin og sex bjórflöskur var það magn sem þær gátu tekið með heim án þess að nöldra yfir.

Sixpack passaði einnig fullkomlega í ísskáp og nú var bjórinn kominn í seilingarfjarlægð á heimilinu.

Sixpack varð fljótlega standardinn í bjóriðnaðinum og síðan fylgdu gosdrykkjaframleiðendur á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“

Segir að Frakkar „eigi að vera þakklátir fyrir að tala ekki þýsku“
Pressan
Í gær

Tveir menn sakfelldir fyrir þjófnað á gullklósetti að verðmæti 820 milljóna króna

Tveir menn sakfelldir fyrir þjófnað á gullklósetti að verðmæti 820 milljóna króna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku

Sækir hungur að fyrir háttatímann? Þetta er hægt að borða með góðri samvisku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvaða gagn er af engiferi?

Hvaða gagn er af engiferi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Hernaðarástand í Kanada – „Fylgstu bara með mér“

Tímavélin: Hernaðarástand í Kanada – „Fylgstu bara með mér“