New York Post segir að fjölskylda þeirra neiti að sætta sig við skýringu lögreglunnar en hún segir að annar bróðirinn hafi skotið hinn og síðan svipt sig lífi.
Fjölskyldan telur þetta algjörlega útilokað. „Við þekkjum þá. Þeir myndu aldrei gera neitt þessu líkt. Að segja að þeir hafi gert hvor öðrum þetta? Nei. Það gerðist eitthvað þarna uppi á fjallinu og við viljum fá svör,“ sagði Yasmin Brawner, frænka þeirra.
Frændi þeirra, Rahim Brawner, sagði að bræðurnir hafi verið óaðskiljanlegir og að þeir hefðu aldrei unnið hvor öðrum mein.
Það var fjallgöngumaður sem fann lík bræðranna þann 8. mars. Þeir voru báðir með skotsár og flugmiðarnir til Boston voru í veskjum þeirra.