fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Pressan

Trump svarar því hverju hann trúir um morðið á John F. Kennedy – „Ég trúi því, og hef alltaf gert“

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega sextíu þúsund blaðsíður af gögnum voru birt í síðustu viku um morðið á John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun í janúar um að gögnin yrðu gerð opinber en samsæriskenningar hafa lengi gengið um ódæðið.

Margir sem höfðu beðið spenntir eftir þessum gagnapakka urðu þó fyrir sárum vonbrigðum þegar gögnin voru birt enda var þar ekki að finna neina stóra sprengju sem kollvarpað gæti skilningi almennings á málinu og sannað samsæriskenningarnar svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Sú staðreynd að leynd hefur verið yfir gögnunum áratugum saman hefur virkað sem olía á eld samsærisins en nú virðist sem svo að meiningin hafi ekki verið að leyna því hver stóð í raun og veru á bak við morðið heldur að leyna þeim aðferðum sem leyniþjónustan, CIA, beitti við njósnir.

Það sem meira var þá var í skjölunum að finna mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum um einstaklinga, þar með taldar kennitölur. Til dæmis mátti þar finna upplýsingar um lögmanninn og fyrrum starfsmann Trump, Joseph diGenova, en hann vann fyrir nefnd á áttunda áratugnum sem var falið að rannsaka misnotkun á valdi hjá hinu opinbera. Hann ætlar nú að stefna ríkinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs.

En hverju trúir Donald Trump um morðið á Kennedy? Forsetinn svaraði spurningunni í samtali við miðilinn OutKick um helgina. Þar var hann spurður hvort hann trúi því að Lee Harvey Oswald hafi skotið Kennedy til bana þann 22. nóvember árið 1963.

„Ég trúi því, og hef alltaf gert,“ sagði forsetinn en bætti við: „En spurningin er þó, fékk hann hjálp?“

Eins og áður segir eru til margar samsæriskenningar um morðið, þar með talið að mafían eða CIA hafi einhvern veginn komið við sögu. Almennt þykir flest þó benda til þess að Oswald hafi verið einn á báti.

Trump tók undir með gagnrýnendum að gögnin sem birtust í síðustu viku hefðu ekki verið nein sprengja. „Þau reyndust frekar óspennandi og kannski er það bara gott.“

Sjá einnig:Var opinbera sagan um morð JFK lygi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir

Donald Trump tryllist út af málverki sem stuðningsmenn hans borguðu fyrir
Pressan
Í gær

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný svefntrend fara mikinn á samfélagsmiðlum – Virka þau?

Ný svefntrend fara mikinn á samfélagsmiðlum – Virka þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeldökka „lausláta“ konan sem varð söguhetja fyrir 1000 árum

Þeldökka „lausláta“ konan sem varð söguhetja fyrir 1000 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvaða gagn er af engiferi?

Hvaða gagn er af engiferi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Hernaðarástand í Kanada – „Fylgstu bara með mér“

Tímavélin: Hernaðarástand í Kanada – „Fylgstu bara með mér“