Johan T. Lindwall, sem sérhæfir sig í umfjöllun um sænsku konungsfjölskylduna, skýrir frá þessu í nýrri bók sinni „Victoria och Daniel – I nöd och lust“. Ef þetta er rétt hjá honum, þá geta krónprinsessan og eiginmaður hennar farið að undirbúa sig undir stöðuhækkun.
Lindwall segir að konungurinn, sem er 78 ára, hafi í hyggju að afsala sér krúnunni þegar Estelle, elsta barn Victoriu og Daniels, verður 18 ára en hún er 13 ára. Það eru því um fimm ár í að Karl Gústaf afsali sér krúnunni ef þetta er rétt hjá Lindwall.
„Það eru margir innan hirðarinnar sem telja sig vita að konungurinn hafi ákveðið að afsala sér krúnunni. Búið er að finna dagsetningu og ártal afsalsins – það er 23. febrúar 2030,“ segir Lindwall í bókinni.
Ástæðan fyrir valinu á þessari dagsetningu, er að þá verður Estell lögráða og getur tekið „vel undirbúin“ við sem krónprinsessa.