Lauren þessi skrifar erótískar sögur undir nafninu Tori Woods en skáldsagan sem um ræðir heitir Daddy’s Little Toy.
Í frétt News.com.au kemur fram að mikið fjaðrafok hafi orðið á samfélagsmiðlum þegar efnistök bókarinnar voru tíunduð, en hún mun segja frá sambandi 18 ára stúlku við vin föður síns. Kemur fram í bókinni að vinurinn hafi „girnst“ stúlkuna síðan hún var þriggja ára.
Í frétt News.com.au kemur fram að lögregla hafi handtekið Lauren síðastliðinn föstudag, en þann sama dag var húsleit gerð á heimili hennar.
Lagði lögregla hald á eintök af bókinni og kærði hana fyrir vörslu á efni tengdu barnaníði, dreifingu á slíku efni og framleiðslu þess. Henni var sleppt lausri gegn tryggingu í kjölfarið en á að mæta fyrir dóm þann 31. mars næstkomandi.
Lauren hefur sjálf stigið fram á Instagram þar sem hún lýsti því í færslu að í bók sinni væri hún ekki stuðla að eða hvetja til neins sem tengist barnaníði. Sögupersónur bókarinnar hafi ekki hafið neinskonar samband fyrr en hún „náði aldri“ eins og hún orðaði það.