Fyrri mistökin, sem margir gera, er að þeir tannbursta sig án þess að bleyta tannburstann fyrst. Hamid sagði að ef þú burstar tennurnar án þess að bleyta tannburstann, þá geti það gert tennurnar mislitar. Án raka dreifist tannkremið ekki nægilega vel um tennurnar og það getur valdið því að blettir myndast á glerungnum.
Þetta er auðvitað auðvelt að leysa, bara að bleyta tannburstann áður en byrjað er að tannbursta. Það tryggir að tannkremið dreifst jafnt um tennurnar.
Seinni mistökin eru að margir bursta tennurnar skömmu eftir að hafa drukkið safa eða kaffi eða borðað sítrusávexti.
Hamid sagði að það geri tennurnar meira gular ef maður tannburstar skömmu eftir að hafa innbyrt matvæli sem innihalda sýru. Sýran gerir glerunginn mjúkan og ef þú burstar tennurnar of snemma, þá getur þú burstað glerunginni í burtu og þannig gert meira ógagn en gagn.
Lausnin á þessu er að bíða með tannburstun í minnst 30 mínútur eftir að hafa drukkið eða borðið eitthvað sýruríkt.
Þessu til viðbótar ráðleggur Hamid fólki að bursta tennurnar í tvær mínútur, tvisvar á dag. Að hreins tunguna einu sinni á dag. Að nota tannþráð. Að fara reglulega til tannlæknis.