127.350 mislingatilfelli voru skráð á þessu svæði á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri síðan 1997. Á heimsvísu voru 359.521 tilfelli skráð. Svo um þriðjungur tilfella á heimsvísu var því í Evrópu og Mið-Asíu.
Rúmlega 40% evrópsku tilfellanna voru hjá börnum yngri en 5 ára.
Hálf milljón barna í Evrópu og Mið-Asíu fékk ekki fyrri skammtinn af MCV1 bóluefninu 2023 en talið er að tveir skammtar af því veiti 97% vernd gegn smiti.
Mislingar eru einn alvarlegasti smitsjúkdómurinn sem herjar á fólk. Í alvarlegum tilfellum getur hann valdið lungnabólgu, heilabólgu, vökvaskorti og blindu og í versta falli verða mislingar fólki að bana.
Algeng einkenni mislinga eru hiti, hósti, nefrennsli og útbrot.
Rúmlega helmingur hinna smituðu í Evrópu þurfti meðferð á sjúkrahúsi og 38 létust.
Flest tilfelli greindust í Rúmeníu eða rúmlega 28.000.
Innan við 80% barna í Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallaland, Norður-Makedóníu og Rúmeníu voru bólusett gegn mislingum 2023. Bólusetningarhlutfallið þarf að vera 95% til að hjarðónæmi náist.
Í Svartfjallalandi hefur innan við helmingur barna verið bólusettur gegn mislingum síðustu fimm árin hið minnsta. Í Bosníu og Hersegóvínu er hlutfallið undir 70%.