Yfirvöld hafa lagt til nýjar reglur varðandi klæðaburð á nektarströndum á svæðinu en samkvæmt þeim verður einfaldlega óheimilt að vera í fötum þar. Munu strandverðir fá heimild til að vísa fólki á brott og banna því að koma aftur á strendurnar ef það brýtur þessar reglur.
Rostock stendur við Eystrasalt og stærir sig af 15 km strandlengju sem er skipt upp í baðstrendur fyrir nektarsinna, fólk sem kýs að vera í fötum og strendur þar sem engar reglur gilda um klæðaburð eða klæðleysi.
Ástæðan fyrir þessu er að nektarsinnum fer fækkandi en löng hefð er fyrir nektarströndum í Þýskalandi. Yngri kynslóðirnar eru þó lítt hrifnar af því að spranga um naktar innan um aðra. Einnig hefur borið á því að fólk, sem ekki afklæðist, mæti á nektarstrendur til þess að því er virðist að horfa á nakið fólk og jafnvel mynda það.