Nú hefur Mark Carney, forsætisráðherra, beðið varnarmálaráðuneytið um að „leggja mat á“ hvort samningurinn sé góð fjárfesting og hvort það séu aðrir og betri möguleikar til að mæta þörfum Kanada.
Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að í ljósi breyttra aðstæðna verði að tryggja að kaupsamningurinn þjóni hagsmunum Kanada og kanadíska flughersins.
Kanadamenn hafa nú þegar greitt fyrir 16 fyrstu vélarnar en þær á að afhenda á næsta ári.
Telja má líklegt að ástæðan fyrir þessum hugleiðingum Kanadamanna sé sú spenna sem ríkir í samskiptum landsins við nágrannana í Bandaríkjunum.