fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Dóttir Reagans er lítt hrifin af Trump – „Hann væri niðurbrotinn“

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 04:05

Ronald Reagan Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann væri niðurbrotinn. Hann væri sorgmæddur. Bandaríkin, sem ég ólst upp í, og við höfum þekkt, eru Bandaríki sem áttu bandamenn og voru vinir annarra ríkja. Það eru Bandaríkin sem við þekkjum. Skyndilega eru þetta ekki Bandaríkin lengur. Skyndilega hatar heimsbyggðin okkur.“

Þetta sagði Patti Davis, dóttir Ronald Reagan fyrrum forseta Bandaríkjanna, í samtali við CNN.

Gagnrýni hennar kemur í kjölfar aðgerða Donald Trump nú í upphafi annars kjörtímabils hans sem forseta. Aðgerðir hans og ummæli hafa hvað eftir annað vakið mikla athygli um allan heim.

Hann hefur meðal annars hótað að beita valdi til að ná yfirráðum á Grænlandi og yfir Panamaskurðinum. Hann hefur einnig lagt refsitoll á vörur frá mörgum ríkjum sem hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjanna árum saman.

Stjórnarhættir af þessu tagi eru víðs fjarri þeirri línu sem Ronald Reagan lagði í forsetatíð sinni.

„Mér finnst einelti ekki vera styrkleikamerki. Mér finnst það ekki styrkleiki að vera árásargjarn. Styrkur er að mynda bandalög. Það þýðir ekki að maður eigi ekki að standa fast á sínu en styrkur er að skilja að maður hefur þörf fyrir bandamenn í heiminum,“ sagði Davis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Í gær

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf

Góð dóttir eða hvað? – Stýrði hönd deyjandi móður sinnar til að tryggja sér arf
Pressan
Fyrir 2 dögum

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum

On­lyFans-fyrir­sæta ákærð fyrir morð eftir að blætis­gjörningur fór úr böndunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir

Martröð Pelicot-fjölskyldunnar er ekki lokið – Rannsaka fleiri alvarlegar ásakanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“

Áhrifavaldur birti myndband og er nú ein hataðasta manneskjan í Ástralíu -„Er ég illmennið?“