fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Uppþot, reiði og baul á fundum repúblikana með kjósendum – Sjáðu myndböndin

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hefð fyrir því í Bandaríkjunum að þingmenn mæti reglulega í kjördæmi sín til að funda þar með íbúum og heyra hvað brennur á þeim. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú verið hvettir til að láta af þessari venju eftir nokkrar skrautlegar uppákomur á íbúafundum undanfarið.

Það var í byrjun mánaðar sem formaður þingflokks repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ráðlagði þingmönnum að hætta íbúafundum í ljósi gífurlegrar reiði vegna niðurskurðaraðgerða ríkisstjórnar Donalds Trump. Er því þó haldið fram að um skipulagðar aðgerðir mótmælenda af vinstri vængnum sé að ræða. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði nýlega við blaðamenn:

„Þetta er fólk sem hefur þetta að atvinnu, þetta eru atvinnumótmælendur“

Mike taldi skynsamlegt að gefa þessum aðilum ekki vettvang fyrir mótmæli sín með íbúafundum. Aftur á móti voru þingmenn hvattir til að finna nýjar leiðir til að ræða við kjósendur, svo sem með fjarfundum.

Segir mikilvægt að ræða við kjósendur

Það voru vissulega frjálslyndir aðgerðarsinnar sem auglýstu íbúafundina grimmt, en ekkert bendir þó til þess að þau sem mættu á fundina hafi fengið borgað fyrir það. Demókratar hafa harðlega gagnrýnt andstæðinga sína og sakað þá um að stinga höfðinu í sandinn. Það sé verið að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir sem hafi áhrif á líf milljóna Bandaríkjamanna og þeir hafi rétt til þess að láta í sér heyra.

Sumir þingmenn ákváðu að halda íbúafundi til streitu og í vikunni fékk Mike Flood að finna fyrir því Nebraska. Hann hafði varla byrjað að ávarpa fundinn þegar gestir byrjuðu að baula, garga og krefjast svara. Þetta var nýtt fyrir Flood sem hefur notið mikilla vinsælda í kjördæmi sínu til þessa. Hann sagðist þó hafa búist við reiði.

„Ég veit að það eru margir reiðir hér í kjördæmi mínu. Ég veit þó líka að mörgum þykja Bandaríkin nú vera á réttri leið. Ég ákvað að koma hingað í kvöld því það skiptir máli að leyfa fólki að koma hingað til að tjá sig,“ sagði Flood eftir fundinn.

Hann fékk þó einnig jákvæð viðbrögð á fundinum þegar hann lýsti yfir stuðningi við Úkraínu. „Mér finnst að Úkraína ætti ekki að þurfa að gefa eftir landsvæði til Rússa. Ég trúi því líka að Rússar ættu að skila þeim 20 þúsund úkraínsku börnum sem þeir hafa rænt. Ég vil betri samskipti við Úkraínu, sterkt NATO og ég vil að við séum hluti af NATO.“

Flood segist ekki sjá eftir fundinum. Það sé gefið að kjósendur séu ekki alltaf sammála honum en þeir hafi þó farið heim eftir fundinn og vitað að þeir hafi fengið að segja sinn hug. Það sé virði í því.“

Baulað á þingmann eftir þingmann

Þingmaðurinn Chuck Edwards fékk líka að finna fyrir því fyrir viku síðan í Norður-Karólínu. Þar reyndi hann að ávarpa fundinn en lítið heyrðist í honum út af gargi frá gestum.

Þingmaðurinn Roger Marshall ákvað að slíta íbúafundi snemma í byrjun mánaðar eftir ítrekaðar spurningar um auðkýfinginn Elon Musk og niðurskurðaraðgerðir hans. Marshall missti stjórn á sér áður en hann yfirgaf fundinn og sakaði gesti um dónaskap. Hann sakaði í kjölfarið demókrata um að hafa borgað gestum til að vera með uppþot, en viðurkenndi síðar að hann hefði engar sannanir um slíkt.

Dæmin eru mun fleiri, mætti til dæmis nefna þingmanninn Keith Self sem var baulað á á íbúafundi í Texas, sama kom fyrir Glenn Grothman í Wisconsins og Rick McCormick í Georgíu og Harriet Hageman í Wyoming. Fundagestir hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin hækki skatta hinna ríku, sýni uppgjafahermönnum virðingu, hætti að gefa Rússlandi undir fótinn, að Elon Musk verði rekinn, að hætt verði við niðurskurð í félagslegum stuðningi og að opinberar sjúkratryggingar verði látnar í friði.

Demókratar hafa ekki sloppið við reiðina en á þeirra fundum hafa kjósendur gagnrýnt þingmennina fyrir standa ekki í lappirnar gegn Trump.

Hér má sjá myndbönd sem hafa vakið athygli frá þessum fundum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Marciano Aziz í Gróttu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið sagt undirbúa fjölgun í herliðinu í Panama

Hvíta húsið sagt undirbúa fjölgun í herliðinu í Panama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa