The Independent segir að Brisoce hafi skotið Neri-Guzman til bana í Brownsburg í Indiana í byrjun mars á síðasta ári. Briscoe var aðeins 15 ára þá.
Neri-Guzman fannst látinn í Honda Civic bifreið sem var ekið á húsvegg. Íbúarnir í húsinu hringdu í neyðarlínuna eftir að þeir fundu Neri-Guzman í bílnum.
Nágranni sagði í samtali við WTHR að hann hafi haldið að slys hefði orðið, svo margir lögreglumenn hafi verið á vettvangi.
Lögreglan komst fljótlega að því að Neri-Guzman var skotinn til bana á bifreiðastæði þar sem hann hafði mælt sér mót við tvo aðila, annar þeirra var Briscoe.
Þegar húsleit var gerð heima hjá Briscoe fann lögreglan tvö skotvopn, Ruger LCP .380 kalibera og hálfsjálfvirka 9mm skammbyssu.
Hálfsjálfvirka skammbyssan var ekki með raðnúmer og var því líklega búin til úr hlutum sem eru seldir saman eða í sitt hverju lagi.
Briscoe neitaði að tjá sig um málið.