Aaron var tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu í ríkisfangelsinu í Florence í gærmorgun.
Í frétt AP kemur fram að til átaka hafi komið á milli Aarons og Teds á heimili Aarons og kærustu hans, fyrrverandi eiginkonu Teds, undir lok árs 2002.
Mun Ted hafa hótað því að tilkynna fyrrverandi eiginkonu sinnar til barnaverndaryfirvalda þar sem hún hefði neytt fíkniefna fyrir framan börnin þeirra. Aaron sló Ted í andlitið, fór með hann út í bíl og ók út í eyðimörkina þar sem hann skaut hann til bana.
Aaron var handtekinn í janúar 2003 þegar lögreglumaður stöðvaði för hans. Hann var vopnaður og skaut lögregluþjóninn í brjóstkassann, en skothelt vesti varð til þess að lögreglumaðurinn særðist ekki lífshættulega.
Aaron játaði sök í málinu en var dæmdur til dauða fyrir morðið.