fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Pressan

Nota dróna og eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum á opinberum stöðum

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 06:30

Írönskum konum er gert að hylja hár sitt á almannafæri. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írönsk yfirvöld nota rafræna vöktun í auknum mæli til að fylgjast með konum á opinberum stöðum. Er þetta gert til að fylgjast með hvort þær óhlýðnist reglum klerkastjórnarinnar um að þær hylji hár sitt og líkama.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Einnig kemur fram að harðlínumenn krefjist þess að refsingar verði hertar fyrir brot á þessum reglum klerkastjórnarinnar.

Í kjölfar dauða Mahsa Amini brutust mikil mótmæli út í Íran gegn kröfunum um að konur hylji hár sitt og líkama. Landsmenn mótmæla enn, en þó í minni mæli en áður, og láta hótanir um handtökur og fangelsun ekki halda aftur af sér.

Í skýrslunni kemur fram að Íranir noti rafræna vöktun í sífellt meiri mæli til að fylgjast með konum. Drónar eru notaðir til að fylgjast með opinberum stöðum. Í Amirkabir háskólanum hefur andlitsskönnum verið komið fyrir til að finna konur sem hylja ekki hár sitt.

Við helstu þjóðvegi landsins eru myndavélar einnig notaðar til að leita að konum sem fylgja ekki reglunum varðandi klæðaburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi

Notuðu nýja aðferð við aftöku í gærkvöldi
Pressan
Í gær

Hvíta húsið sagt undirbúa fjölgun í herliðinu í Panama

Hvíta húsið sagt undirbúa fjölgun í herliðinu í Panama
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum

Varpa ljósi á hvers vegna vísindamaðurinn á Suðurskautslandinu gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa