fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum þingmaður repúblikana Adam Kinzinger hefur skorað á forsetann, Donald Trump, að handtaka sig. Kinzinger sat í rannsóknarnefnd sem var falið að rannsaka áhlaupið á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þar reyndu stuðningsmenn Trump að koma í veg fyrir að þingið staðfesti að Joe Biden væri réttkjörinn forseti. Aðeins tveir repúblikanar sátu í nefndinni. Biden óttaðist að Trump ætlaði að ná sér niður á þeim aðilum sem rannsökuðu áhlaupið svo hann veitti nefndarmönnum náðun í forvarnarskyni áður en hann lét af embætti.

Trump hefur nú fullyrt að þessar náðanir séu ógildar þar sem Biden undirritaði þær ekki sjálfur heldur notaði sjálfvirka undirritunarvél, svokallaða autopen. Um er að ræða vél sem notar raunverulegan penna og skrifar undir skjöl með rithönd forsetans.

Kinzinger mætti í viðtal hjá CNN á mánudaginn þar sem hann skoraði á forsetann að reyna að ákæra sig. „Fyrir það fyrsta er ég að reyna að átta mig á hverju hann er að reyna að beina sjónunum frá, því þannig gengur þetta – það er alltaf einhver truflun í gangi til að fanga athygli fólks. Kannski finnst honum hann ekki hafa fengið næga athygli. En sko, ég segi bara láttu vaða.“

Kinzinger segir að það sé deginum ljósara hvað átti sér stað þann 6. janúar 2021. Rannsóknarnefndin hafi leitt það allt í ljós. Það sé þó ein manneskja sem geti ekki sætt sig við þessa niðurstöðu því hún kemur sér illa fyrir hann – Donald Trump. Það voru stuðningsmenn Trump sem tóku þátt í áhlaupinu og Trump hvatti þá áfram.

„Hann bara getur ekki horfst í augu við þetta. Hann er með þetta á heilanum,“ sagði Kinzinger. „Viðbrögð mín við þessu eru bara, veistu hvað? Láttu vaða. Hættu að tala um þetta. Hættu að vera bara í orði en ekki á borði. Hættu að þykjast vera hörkutól. Hentu í þessar ákærur ef þú virkilega vilt því við munum rústa þér inni i dómsal.“

Kinzinger, þrátt fyrir að vera repúblikani, er enginn aðdáandi Trump. Hann gekk meira að segja svo langt að styðja opinberlega við framboð demókratans Kamala Harris í forsetakosningunum, ekki því hann hafði sérstaka trú á henni heldur því hann vildi ekki sjá Trump aftur í Hvíta húsinu. Hann fór mikinn í september og sagði Trump vera aumingja sem þykist vera sterkur leiðtogi.

„Donald Trump er aumur maður sem þykist vera sterkur. Hann er lítilmenni sem þykist stór. Hann er trúleysingi sem þykist vera trúfastur. Hann er gerandi sem getur ekki hætt að leika fórnarlamb.“

Eins furðaði Kinzinger sig á því að enginn væri að tala um hversu vond lykt er af forsetanum. Hann lýsti lyktinni sem blöndu af handakrika, tómatsósu, farða og rassgati.

Independent greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag

Íranskur söngvari hýddur með 74 höggum fyrir mótmælalag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin óska eftir aðstoð frá Dönum – Vantar egg

Bandaríkin óska eftir aðstoð frá Dönum – Vantar egg