En orðrómarnir um tilefni heimsóknar kafbátsins eru ekki á rökum reistir. Kafbáturinn var sendur til Kanada eftir að Konunglegi kanadíski sjóherinn kynnti fyrirætlanir sínar um að endurnýja aldraðan kafbátaflota sinn. Le Parisien skýrir frá þessu.
Frakkland og Kanada skrifuðu undir yfirlýsingu í september varðandi styrkingu hernaðarsamstarfs ríkjanna.
CTV News segir að reiknað sé með að kafbáturinn verði í höfn í Halifax þar til um næstu helgi. Hann er 99 metrar á lengd, vegur 5.200 tonn og getur kafað niður á 350 metra dýpi. Hann er kjarnorkuknúinn og getur náð allt að 25 hnúta hraða. Hann er meðal annars búinn flugskeytum og tundurskeytum.
Kanadamenn stefna á að kaupa sex til tólf kafbáta og á að afhenda þann fyrsta í síðasta lagi 2035. Miðað er við að gengið verði til samninga um smíði kafbátanna 2028.