Þetta er mat Alþjóða veðurfræðisstofnunarinnar WMO.
La Nina hefur áhrif á yfirborðshita sjávar í stórum hluta Kyrrahafsins sem hefur síðan áhrif á veðurfar víða um heim.
La Nina hefur síðan í desember gert að verkum að það hefur verið óvenjulega svalt í mið- og austurhluta Kyrrahafsins.
El Nino, hitt náttúrufyrirbærið sem lætur á sér kræla í Kyrrahafi, veldur því að hitinn hækkar á stórum hluta svæðisins.
Þar sem það eru mjög stór svæði sem hitabreytingar verða á, þá hefur það áhrif á veðurkerfi um allan heim. Þetta getur valdið öfgafullu veðri með meiri úrkomu en venjulega og flóðum sums staðar en þurrkum annars staðar.
Veðurkerfin skiptast yfirleitt á að herja á Kyrrahafið. Á milli er nokkurs konar hlutlaust ástand.
Yfirleitt veldu La Nina meiri úrkomu og flóðum í Ástralíu en El Nino veldur hins vegar þurrkum þar. Í Suður-Ameríku veldur La Nina oft þurrkum en El Nino úrkomumeiri tímabilum.