fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Pressan

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Pressan
Sunnudaginn 2. mars 2025 15:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur eflaust lent í því að hafa farið í kvikmyndahús og sest inn í salinn til að horfa á myndina sem er í boði. En áður en sýning hennar hefst rúlla að því virðist endalausar auglýsingar fyrir væntanlegar kvikmyndir yfir skjáinn auk auglýsinga um eitt og annað.

Indverskur maður, hinn þrítugi Abhishek MR, fékk sig fullsaddan af þessu og höfðaði mál gegn kvikmyndahúsakeðjunni PVR INOX í desember 2023 fyrir að „sóa“ 25 mínútum af tíma hans með því að sýna langar auglýsingar um væntanlegar kvikmyndir áður en myndin, sem hann var kominn til að sjá, byrjaði.

Hann lagði kæruna fram fyrir neytendarétti í Bangalore og sagðist hafa keypt þrjá miða á Bollywood mynd sem átti að sýna klukkan 16.05. En vegna auglýsinga hófst sýning myndarinnar ekki fyrr en 16.30. hann sagðist hafa átt að mæta aftur í vinnuna eftir að sýningu myndarinnar lyki klukkan 18.30.

Hann sagði að þetta hafi valdið honum „andlegum kvíða“ og hafi „sóað tæplega 30 mínútum af tíma hans“ og krafðist bóta.

Dómstóllinn féllst á kröfu hans og dæmdi PVR INOX til að greiða sem svarar til um 160.000 þúsund krónum í sekt og til að greiða Abhishek MR sem svarar til um 100.000 krónum í bætur.

„Á þessum tímum er tími talinn jafngilda peningum, tími allra er mjög verðmætur og enginn hefur rétt til að hagnast á tíma annarra og peningum,“ sagði í dómsorði að sögn The Independent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra