fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Saka Ísrael um að nota kynferðislegt ofbeldi sem hluta af hernaðartaktíkinni á Gasa

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 07:30

Frá Gasa. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja að Ísraelsmenn hafi beitt „þjóðarmorðsaðgerðum“ gegn Palestínumönnum með því að eyðileggja heilbrigðisstofnanir, ætlaðar konum, kerfisbundið í stríðinu á Gasa og að hafa notað kynferðislegt ofbeldi sem hernaðartaktík.

The Independent segir að þetta komi fram í skýrslu sérfræðinganna. Fastanefnd Ísraels hjá SÞ í Genf, segir þessar ásakanir úr lausu lofti gripnar og séu ótrúverðugar.

Í skýrslu „UN Independent International Commission of Inquiry on the Occupied Palestinian Territory“ segir að Ísraelsmenn hafi að hluta eyðilagt möguleika Palestínumanna á Gasa til að eignast börn með því að grípa til aðgerða sem er ætlað að koma í veg fyrir fæðingar. Þetta fellur undir skilgreiningu alþjóðlegra sáttmála um þjóðarmorð.

Einnig segir að þessar aðgerðir, í bland við fleiri dauðsföll í tengslum við fæðingar vegna takmarkaðs aðgengis að lyfjum og búnaði, jaðri við glæp gegn mannkyni.

Ísraelskar öryggissveitir eru sakaðar um að hafa neytt fólk til að afklæðast opinberlega og að hafa beitt það kynferðislegu ofbeldi. Þetta hafi verið hluti af aðgerðaráætlun Ísraelsmanna til að refsa Palestínumönnum í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael í október 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í