Lögmaður hans, Zahra Minuei, staðfesti í færslu á X að Yarrahi hafi þegar tekið út refsingu sína og hafi hýðingin farið fram á skrifstofu saksóknara siðgæðislögreglunnar í Teheran.
The Independent segir að Yarrahi, sem er 42 ára, hafi verið handtekinn í ágúst 2023 og hafi dómstóll byltingarvarðarins dæmt hann í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og til að vera hýddur 74 sinnum.
Hann afplánaði eitt ár af dómnum í fangelsi en restina í stofufangelsi með ökklaband.
Áður en að hýðingunni kom, skrifaði hann á X: „Ég er tilbúinn til að taka þessari 74 högga refsingu. Ég gagnrýni þessa ómanneskjulegu pyntingu en ég fer ekki fram á frestun.“
Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið út „ólöglegt lag sem gekk gegn siðferðisvitund og venjum íslamska samfélagsins“. Lagið heitir „Höfuðklúturinn þinn“. Í textanum hvetur hann konur til að taka höfuðklútinn af sér og til að mótmæla reglunum um klæðaburð kvenna.