fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Pressan

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Græna gímaldið svokallaða að Árskógum 2 í Reykjavík. Þar reis 11.000 m2 vöruhús að því er virðist án þess að borgaryfirvöld hefðu hugmynd um. En hér skal ekki farið í saumana á máli gímaldsins sem gnæfir yfir íbúum Árskóga og vegfarendum um Reykjanesbraut, heldur litið á „ættmenni“ græna gímaldsins í Bretlandi sem gerir nágrönnum sínum lífið leitt.

Vöruhús í Nacton nálægt Ipswich er um 147 metra breitt, meira en 300 metra langt og 21 meter á hæð. Húsið er á stærð við sex fótboltavelli.

Myndbandsupptökur úr lofti sýna umfang byggingarinnar sem nágrannar þess lýsa sem „risastórum stórskúr“ (e. Gigantic Megashed). Sumir íbúar segja bygginguna hafa tekið af þeim tilfinningalegan toll og haft áhrif á andlega heilsu þeirra.

„Ég er algjörlega niðurbrotin. Ég dreg gluggatjöldin frá og þetta er það eina sem ég sé. Þetta er eins og fangelsismúr við enda garðsins míns. Ég hágræt margoft meðan ég reyni að lifa með þessu. Það hefði aldrei átt að byggja þetta nálægt nokkru heimili, af því þetta er svo stórt“, segir Sheila Snell 69 ára. 

„Ég get ekki lýst því í orðum hvaða áhrif þessi hryllingur fyrir aftan hefur haft á líf okkar. Þetta er viðurstyggð fyrir hverfið, þetta passar ekki inn í hverfið“, segir Jenny Upson 74 ára.

Mynd af Google Earth

Vinna við bygginguna hófst í fyrra, Orwell Logistics Park, sem býður upp á aðstöðu fyrir hin ýmsu fyrirtæki, en enn er ekki vitað hvaða starfsemi á að reka í húsnæðinu. Auglýst er að þar séu 424 bílastæði og 120 hleðsludyr fyrir flutningabíla. Byggingin þegar tilbúin verður ein af þremur slíkum á svæðinu. Bæjaryfirvöld samþykktu bygginguna og segja rétt að öllum málum staðið, en íbúar eru ekki sáttir.

„Við höfðum áður útsýni fyrir aftan húsin okkar yfir tré og tún, en núna þegar þú horfir út um glugga hússins þíns lítur þetta út eins og stormasamur dagur – þetta er hræðilegt,“ segir Alan Thomas, 61 árs.

„Og við fáum varla sól, en bæjaryfirvöld hafa ekkert mark tekið á athugasemdum okkar. Þetta er algjörlega fáránlegt og alveg galið.“

Upphaflegt skipulag gerði ráð fyrir að vöruhúsin yrðu fjögur, en fallið var frá hugmyndum um það fjórða. Í netbæklingi um þróun byggingarnar kemur fram að leigutakar njóti góðs af aðgangi allan sólarhringinn.

„Þannig að það þýðir að við munum sjá ljós og heyra í vörubílum og bílum og læti allan sólarhringinn,“ segir Jenny Upson. „Við vorum hálfgerð sveit en nú erum við á jaðri iðnaðarhverfis. Við verðum að reyna að lifa með því en það er erfitt. Þetta er hræðilegt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í