fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Pressan

Aðgerðir Elon Musk valda óreiðu – Fékk bréf frá bankanum þar sem honum var tilkynnt um sitt eigið andlát

Pressan
Þriðjudaginn 18. mars 2025 15:30

Elon Musk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagræðingadeild bandarísku ríkisstjórnarinnar, DOGE, hefur lofað því að spara bandarískum skattgreiðendum milljarða með því að afhjúpa og uppræta óráðsíu, svik og bruðl. Meðal annars hefur þessi deild, sem lýtur stjórn og geðþótta auðkýfingsins Elon Musk, beint spjótum sínum að félagslegum stuðningi á borð við elli- og örorkulífeyri, öryrkjabætur og félagslagsbætur en þetta nefnist einu nafni „social security“ í Bandaríkjunum.

Musk og DOGE fullyrtu á dögunum að fjöldi látinna einstaklinga hefði verið að þiggja ellilífeyri með sviksamlegum hætti árum saman. Jafnvel væru dæmi um 300 ára einstaklinga á lífeyri eða bótum. Þessu trúðu stuðningsmenn Donald Trump forseta og fögnuðu því að þessir svikarar hefðu nú verið afhjúpaðir, þessar blóðsugur á kerfinu, og skipti þá engum sköpum þó að tæknifróðir bentu á að DOGE væri að lesa vitlaust úr kerfinu. Áfram var haldið með smjörið og nú hefur DOGE ráðist í aðgerðir til að stöðva greiðslur til þessara svikara.

Einn þeirra er Ned Johnson, en eiginkona hans fékk bréf í febrúar frá bankanum. Þar sagði: „Við fengum nýlega tilkynningu um andlát Leonard A. Johnson og vottum þér samúð okkar. Við vitum að þetta eru erfiðir tímar og erum til taks. Við höfum fengið beiðni frá félagsmálastofnun um endurgreiðslu lífeyris sem Leonard A. Johnson fékk greiddan eftir andlát hans. Það er ekkert sem þú þarft að gera – við höfum tekið fjárhæðina út af reikningi Leonard A. Johnson.“

Eiginkonan, Pam, las bréfið og hélt að þetta væri svikapóstur en svo sá hún að vissulega hafði bankinn þá tekið um 722 þúsund krónur út af reikningi Johnson sem var lífeyrinn sem hann hafði fengið fyrir desember og janúar. Eiginkonan, Pam, rak upp stór augu. Það gerði eiginmaður hennar líka sem sat við hlið hennar, sprellifandi. Hann segir við blaðamann Seattle Times:

„Þú vaknar dag einn og uppgötvar að þú ert dauður. Þetta hefur svo sannarlega verið súr lífsreynsla.“

Johnson er 82 ára og segir fréttir af andláti hans stórlega ýktar. Eftir bréfið frá bankanum þurfti hann að berjast við kerfið sem neitaði að viðurkenna að hann væri á lífi. Fyrst hringdi hann í bankann og fékk þau skilaboð að hann hefði látið lífið í nóvember. „En ég er að tala við ykkur hérna í gegnum símann. Og úr hverju dó ég?“

Bankinn sagði að hann yrði að ræða við félagsmálastofnun. Við tóku þrjár vikur þar sem Johnson freistaði þess að rísa upp frá dauðum. Hann hringdi oft á dag í félagsmálastofnun en ekkert þokaðist í málinu fyrr en hann mætti sjálfur á bæjarskrifstofuna og heimtaði að kerfið viðurkenndi tilvist hans. Þá loks fékk hann lífeyrinn endurgreiddan en kerfið er seinvirkt svo hann hefur enn ekki fengið lífeyri fyrir febrúar eða mars. Sem betur fer er hann með tekjur frá einkareknum lífeyrissjóði og kona hans fær líka tekjur. Hann segist þó erfitt að huga til einstaklinga í þessari stöðu sem reiða sig alfarið á lífeyri frá hinu opinbera. Því miður var honum samhliða tilkynnt að eftir að einstaklingur er skráður látinn hjá hinu opinbera þá sé við því að búast að það verði viðvarandi vandamál til frambúðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm
Pressan
Í gær

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum

Upplausn á Suðurskautslandinu eftir að vísindamaður gekk af göflunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí

Svona langan tíma tekur það heilann að jafna sig eftir fyllerí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í

Ekki henda kaffikorginum – Þetta er hægt að nota hann í