CNN segir að lögreglan hafi verið send að heimili stráksins í Mount Pleasant á þriðjudag í síðustu viku eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og sagði að það yrði að handtaka mömmu hans og setja í fangelsi fyrir þennan stóra glæp.
„Mamma hegðar sé illa,“ sagði strákurinn þegar neyðarvörður svaraði hringingu hans.
„Ókey, hvað er í gangi?“ spurði neyðarvörðurinn.
„Komið og takið mömmu,“ svaraði stráksi að bragði.
Því næst tók móðir hans símann af honum, þrátt fyrir mótmæli hans, og sagði: „Þessi litli tók símann, hann er fjögurra ára,“ og síðan bætti hún við: „Ég borðaði ísinn hans, það er líklega þess vegna sem hann hringdi í neyðarlínuna.“
Lögreglan var send heim til þeirra til að ganga úr skugga um að ísþjófnaðarsagan væri ekki yfirvarp fyrir eitthvað alvarlegra.
Þegar lögreglumennirnir komu á vettvang, staðfesti strákurinn að mamma hans hefði borðað ísinn og krafðist þess að hún yrði sett í fangelsi fyrir það.
Eftir viðræður við lögreglumennina féllst hann á að leggja ekki fram kæru vegna málsins og sagðist ekki vilja að mamma hans færi í fangelsi, hann langaði bara í ís.
Tveimur dögum síðar lögreglumennirnir leið sína aftur heim til hans og færðu honum ís.