Það er fátt þægilegra þegar heim er komið en að fara úr skóm og sokkum. En læknir segir þetta ekki vera alveg hættulaust.
Dr. Robert Conenello, klínískur fótaaðgerðafræðingur, segir að það geti verið hollt fyrir fæturnar að fara úr sokkunum öðru hvoru því það að ganga berfættur styrki litlu vöðvana í fótunum.
Hann sagði að mörg þeirra vandamála, sem hann sjái hjá sjúklingum sínum, séu til komin vegna þess að fólk virki ekki nauðsynlega vöðva sem séu notaðir við eðlilega hreyfingu og hjálpi til við efnaskiptin.
Húðsjúkdómalæknirinn Hannah Kopelman sagði að það geti verið gott fyrir húðina að ganga um berfættur. Húðin geti þá andað og það geti skilað sér í minni rakamyndum og minnki líkurnar á að fá fótsvepp.
En það fylgir því einnig ákveðin áhætta að ganga um berfættur að hennar sögn. Hún sagði að á gólfum geti verið allt frá hreingerningarefnum og ryki til ofnæmisvalda sem geti pirrað húðina. Einnig geti verið litlir oddhvassir hlutir á gólfinu en þá skiptir nú svo sem ekki öllu hvort maður sé í sokkum eður ei.