Vísindamenn hafa rannsakað áhrif áfengis á heilann og niðurstöðurnar koma kannski á óvart hvað varðar það hversu langan tíma það tekur heilann að jafna sig eftir fyllerí.
Rannsókn vísindamanna við University of Barth leiddi í ljós að þrátt fyrir að áfengi mælist ekki lengur í blóðinu daginn eftir fyllerí, þá er heilastarfsemin enn ekki komin í fullan gang.
Áfengi veldur því að vökvinn í líkamanum minnkar en þetta getur raskað starfsemi heilans því líkaminn reynir að bæta líkamanum vökvatapið upp með því að sækja vökva til ýmissa líffæra, þar á meðal heilans.
Þetta getur dregið úr einbeitingu, hægt á viðbrögðum og haft neikvæð áhrif á minnið.
Ef þú vilt hjálpa heilanum við að jafna sig hratt eftir næturævintýrið, þá er nauðsynlegt að drekka mikið vatn, borða næringarríkan mat og hvílast vel. LadBible skýrir frá þessu.