fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Svona er hægt að vakna hratt á morgnana

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú erfitt með að komast fram úr á morgnana? Það er þá kannski huggun harmi gegn að þú ert ekki ein(n) um það.

Vekjaraklukkan er erkióvinur margra og snústakkinn verður fljótlega besti vinur margra. En það að snúsa hvað eftir annað gerir ekkert annað en að auka við þreytuna.

En það eru til nokkur ráð sem geta hjálpað þér að vakna hratt og finnast þú fersk(ur) frá morgunstundinni.

Láttu sólarljósið vekja þig – Sólarljósið gegnir mikilvægu hlutverki varðandi dægurrytmann. Þegar þú færð náttúrulega birtu á þig, sendir það skilaboð til heilans um að tími sé kominn til að vakna. Þetta er þó svolítið erfitt í framkvæmd hér á landi á veturna, nema auðvitað maður ætli að vakna mjög seint.

Hættu að nota snústakkann – Það getur verið freistandi að ýta á snústakkann og sofa aðeins lengur en það gerir í raun meiri óleik en gagn. Þegar þú ýtir á snústakkann hefst ný svefnhringrás hjá líkamanum. Þegar þú vaknar síðan nokkrum mínútum síðar, rofnar þessi hringrás skyndilega og þú verður enn þreyttari.

Drekktu vatn – Eftir heila nótt án þess að hafa drukkið, þá skortir líkamann vökva og það getur valdið þreytu og sljóleika. Ef þú drekkur eitt stórt glas af vatni á morgnana, kemst líkaminn í gang og þetta getur hjálpað þér að vakna hraðar. Hafðu vatnsglas við hliðina á rúminu svo þú getir drukkið það um leið og þú vaknar.

Skolaðu andlitið með köldu vatni – Ef það er erfitt að losa líkamann úr viðjum svefnsins, þá er hægt að sjokkera hann með köldu vatni. Skolaðu andlitið upp úr köldu vatni um leið og þú ferð fram úr. Vatnið örvar blóðflæðið og þú vaknar betur. Hinir hugrökku geta líka skellt sér í kalda sturtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Í gær

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Í gær

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt