fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Opinberar hversu mikið af kaffi er hæfilegt að drekka á hverjum degi

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 10:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að heilsusamlegt sé að drekka kaffi á hverjum degi en þó upp að vissu marki því ef magnið er of mikið getur það farið að hafa þveröfug áhrif. Nýlega greindi læknir frá því að hæfilegt sé að drekka sem nemur um 2-4 kaffibollum á dag.

Fjallað var fyrir skömmu um heilsufarsleg áhrif kaffis á heilsuvef CNN.

Á síðasta ári voru birtar niðurstöður rannsóknar í Bretlandi sem gáfu til kynna að hæfileg neysla af kaffi eða te gæti dregið úr hættu á að fá hjartasjúkdóma, heilablóðfall eða sykursýki.

Önnur rannsókn leiddi í ljós að með því að drekka kaffi á morgnana er hægt að stuðla að minnkandi hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og þar með minnka líkurnar á ótímabærum dauðdaga.

CNN ræddi niðurstöðurnar og ýmislegt fleira varðandi heilsufarsleg áhrif kaffis við Leana Wen sem er bráðalæknir og aðjúnkt við George Washington háskóla sem er staðsettur í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.

Hún segir að niðurstöðunum svipi til fyrri rannsókna á kaffi sem einnig hafa gefið til kynna að hófleg neysla dragi úr hættu á að fá ýmsa sjúkdóma.

Ekki vitað

Ástæðan fyrir þessum áhrifum hóflegrar kaffidrykkju er enn óþekkt og ýmsum tilgátum hefur verið varpað fram. Til að mynda að efni í kaffi stuðli að andoxunaráhrifum og minnkandi bólgum í líkamanum. Einnig er talið að kaffið hafi góð áhrif á notkun líkamans á insúlíni og stuðli þar með að minnkandi hættu á sykursýki og að kaffi auðveldi líkamanum að vinna úr kólesteróli. Frekari rannsókna er þörf til að skýra hvers vegna kaffi hefur þessi áhrif á líkamann.

Wen segir fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að heppilegt magn kaffidrykkju sé 2-4 bollar á dag.

Breska rannsóknin sem birt var fyrr á þessu ári gefur til kynna að líkur á að fá áðurnefnda sjúkdóma minnki um 48 prósent hjá þeim sem drekka 3 kaffibolla á dag miðað við þau sem drekka ekkert kaffi eða minna en einn bolla á dag.

Hvenær of mikið?

Aðpurð hversu mikið þurfi að drekka af kaffi til að neyslan verði óhófleg og hætti að hafa þessi góðu áhrif á heilsuna segir Wen að málið snúist um magn koffíns sem eins og flest ættu að vita er almennt í kaffi. Of mikil neysla á koffíni geti orsakað hjartsláttartruflanir, eirðarleysi og svefntruflanir.

Öruggt er talið fyrir flesta fullorðma að neyta allt að 400 milligramma af koffíni á dag en það er magnið sem er að finna í 4 kaffibollum sem innihalda hver um 0,2 lítra af kaffi.

Koffínneyslan er þó meiri en þetta hjá mörgum án þess að það hafi einhver veruleg áhrif en þau sem eiga erfitt með svefn ættu að athuga hvort þau seú að neyta of mikils koffíns, segir Leana Wen.

Táningar og ófrískar konur ættu að neyta minna magns koffíns en þetta. Fyrir fyrrnefnda hópinn ætti neyslan að vera í mesta lagi 100 milligrömm á dag en 200 fyrir þann síðarnefnda. Konur með börn á brjósti ættu ekki að neyta meira en 300 milligramma af koffíni á dag.

Fólk með hjartavandamál, sem tekur skjaldkirtilslyf eða þunglyndislyf og fólk sem á erfitt með svefn ætti einnig allt að takmarka neyslu koffíns og þar með kaffis en síðastnefndi hópurinn ætti eingöngu að drekka kaffi á morgnana.

Niðurstaðan er því samkvæmt Wen að það getur verið heilsusamlegt að drekka hóflegt magn af kaffi á hverjum degi, 2-4 bolla, en þetta sé ekki algilt og þeir hópar sem hér hafa verið nefndir verði að takmarka neysluna meira en þetta vegna koffínsins í kaffinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðamanni og gestgjafa hennar hópnauðgað og maður drukknaði eftir að honum var hrint út í áveituskurð

Ferðamanni og gestgjafa hennar hópnauðgað og maður drukknaði eftir að honum var hrint út í áveituskurð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár