fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Pressan

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Pressan
Sunnudaginn 16. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Meiner, bæjarstjóri Miami Beach í Flórída í Bandaríkjunum, reynir nú hvað hann getur til að kippa fótunum undan rekstri sjálfstæðs kvikmyndahúss í bænum.

Ástæðan er sú að kvikmyndahúsið sýndi á dögunum Óskarsverðlaunamyndina No Other Land sem var valin besta heimildarmyndin á hátíðinni sem fram fór í febrúar.

Myndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval.

Steven segir að myndin sé ekkert annað en „einhliða áróður gegn gyðingum“ og það gangi gegn gildum bæjarins að sýna íbúum hana.

Sjálfstæða kvikmyndahúsið sem um ræðir heitir O Cinema og hefur Steven lagt það til að húsaleigusamningi við kvikmyndahúsið verði sagt upp. Þá hefur hann lagt til að hætt verði að vita kvikmyndahúsinu rekstrarstyrk upp á 40 þúsund dollara á ári.

Atkvæði verða greitt um tillögu bæjarstjórans í næstu viku.

Málið hefur vakið talsverða athygli og reiði samtaka sem berjast fyrir tjáningarfrelsinu. Adam Steinbaugh, lögmaður Foundation for Individual Rights and Expression, segir að fyrsti viðauki við bandarísku stjórnarskrána tryggi frelsi til tjáningar. „Ef kvikmyndahús má ekki sýna Óskarsverðlaunamynd er eitthvað mikið að,” segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum
Pressan
Í gær

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp

Vonda stjúpmóðirin læsti hann inni í 20 ár – Upptaka úr búkmyndavél lögreglu sýnir hvernig hún brást við þegar hann slapp
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn

Upplýsingafulltrúi Trump brást ókvæða við þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hana – Sagði tolla skattalækkun fyrir Bandaríkjamenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár