Ástæðan er sú að kvikmyndahúsið sýndi á dögunum Óskarsverðlaunamyndina No Other Land sem var valin besta heimildarmyndin á hátíðinni sem fram fór í febrúar.
Myndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval.
Steven segir að myndin sé ekkert annað en „einhliða áróður gegn gyðingum“ og það gangi gegn gildum bæjarins að sýna íbúum hana.
Sjálfstæða kvikmyndahúsið sem um ræðir heitir O Cinema og hefur Steven lagt það til að húsaleigusamningi við kvikmyndahúsið verði sagt upp. Þá hefur hann lagt til að hætt verði að vita kvikmyndahúsinu rekstrarstyrk upp á 40 þúsund dollara á ári.
Atkvæði verða greitt um tillögu bæjarstjórans í næstu viku.
Málið hefur vakið talsverða athygli og reiði samtaka sem berjast fyrir tjáningarfrelsinu. Adam Steinbaugh, lögmaður Foundation for Individual Rights and Expression, segir að fyrsti viðauki við bandarísku stjórnarskrána tryggi frelsi til tjáningar. „Ef kvikmyndahús má ekki sýna Óskarsverðlaunamynd er eitthvað mikið að,” segir hann.